Tröllum meðan við tórum
Hæ! Tröllum meðan við tórum var yfirskrift mjög vandaðra tónleika sem Karlakórinn Gamlir Fóstbræður héldu hér í Sóltúni föstudaginn 6. nóvember. Efnisskráin var metnaðarfull, fjölbreytt og flutningur einstakur. Þorgeir Andrésson óperusöngvari söng einsöng með kórnum í lagi Inga T. Lárussonar við texta Jónasar Hallgrímssonar „Eg bið að heilsa“. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson og er kórinn í höndum hans, sem hljóðfæri af bestu tegund og hljómurinn himneskur. Mikil og almenn ánægja var með tónleikana af þeim fjölmörgu sem sóttu tónleikana og eru kórnum, einsöngvara og stjórnanda færðar alúðar þakkir fyrir stundina.
til baka