Sóltún þátttakandi í ,,Hjólað óháð aldri"

06.11.2015 14:42

Sóltún hefur fengið farþegahjól og er þátttakandi í verkefni Hjólafærni um að efla tækifæri til hjólreiða óháð aldri. Hjúkrunarheimili á Norðurlöndum eru víða þátttakendur í þessu verkefni og kynntust stjórnendur verkefninu fyrir rúmu ári og hefur Sóltún síðan verið með söfnun í gangi til að eignast slíkt hjól. Það var því frábært tækifæri að vera með í verkefni Sesselju Traustadóttur frá byrjun og er mikill áhugi og tilhlökkun meðal íbúa hér í Sóltúni að nýta sér hjólið til útivistar.

til baka

Myndir með frétt