Fólk skemmti sér vel á haustfagnaðnum

30.10.2015 11:14

Miðvikudagskvöldið 14. október var hátíð í bæ í Sóltúni. Sóltúnseldhúsið hafði fengið til liðs við sig nemendur í matartæknanámi við Menntaskólann í Kópavogi ásamt kennurum. Starfsfólk hafði skreytt borðstofur þar sem haustlitir tónuðu svo fallega. Hátíðarkvöldverður var framreiddur og samanstóð hann af heitreyktum lax á salatbeði með kryddjurtasósu borin fram af nemendum á forréttardiskum. Í aðalrétt voru síðan steiktar lambalundir að hætti hússins með rótargrænmeti haustsins, waldorfsalati, fersku salati og rjómalagaðri villisveppasósu. Eftirrétturinn, döðlusúkkulaðikaka með rjómatoppi og ferskum jarðaberjum toppaði síðan máltíðina. Barinn var opin og gat fólk verslað sér léttvín eða bjór. Þá var skemmtanahald í samkomusalnum þar sem tróðu upp þær Alla og Anna Sigga. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona sem söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara. Kærar þakkir til allra fyrir frábært kvöld.

til baka

Myndir með frétt