Myndlistarsýning með verkum Karólínu Lárusdóttur

24.09.2015 10:46

Íbúar og starfsfólk Sóltúns nutu einkasýningar á verkum Karólínu Lárusdóttur í samkomusalnum 22. september. Ólöf Árnadóttir starfsmaður í Sóltúni og fulltrúi í íbúa- og vinaráði setti upp sýninguna með 14 verkum frá mismunandi tímabilum á starfsævi listakonunnar. Málverkin voru í eigu ýmissa aðila. Sóltúnseldhúsið bauð upp á léttar veitingar. Öllum sem komu að þessum atburð eru færðar kærar þakkir fyrir.

til baka

Myndir með frétt