Blaðamenn frá Guangzhou í Kína heimsóttu Sóltún

Blaðamennirnir Augustus Wu og Liu Dan frá Guangzhou Daily Group í Kína tóku viðtal við Önnu Birnu Jensdóttur framkvæmdastjóra í Sóltúni þann 26. ágúst. Þeir hafa ferðast um Norðurlöndin og kynnt sér öldrunarþjónustu landanna fyrir greinarskrif í blaðinu sínu. Öldrunarmál eru ofarlega á baugi í Kína vegna fjölgunar í elsta aldurshópnum og breytinga í samfélaginu.
til baka