Kínverski dagurinn vel heppnaður

13.07.2015 10:27

Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi og kona hans Zhou Saixing heiðruðu íbúa og starfsfólk Sóltúns með heimsókn sinni á kínverskum þemadegi 8. júlí. Boðið var upp á skemmtidagskrá og veitingar í skreyttum samkomusal heimilisins. Liu Xiaohang lék á Guzheng, kínverskt hljóðfæri og Unnur Guðjónsdóttir sýndi dans. Zhang Guangpeng sýndi Taijiquan, kínverska bardagalist. Zhang Weidong og Unnur Guðjónsdóttir kenndu okkur nokkur kínversk tákn og Zhou Saixing leiddi kínverskan söng. Þá stjórnaði Unnur tískusýningu þar sem sagt var frá silkiframleiðslu og sýndar voru silkislár. Boðið var uppá jasmine te og kínverskt dumplings. Að lokum færðu sendiherrahjónin íbúum Sóltúns gjafir. Eiður Guðnason fyrrum sendiherra Íslands í Kína sagði nokkur orð og færði heimilinu um leið gjöf til minningar um konu sína Eygló Haraldsdóttur píanóleikara. Sóltún þakkar fyrir afar skemmtilegan viðburð og samvinnu við undirbúning og framkvæmd. Þetta var sannarlega gleðidagur.

til baka

Myndir með frétt