Sumarsamvera 19.júní

19.06.2015 14:28

Í tilefni sumarsins og þeirra merkilegu tímamóta að 19. júní eru liðin 100 ár frá því konur hlutu kosningarétt á Íslandi, var hátíðleg og gleðileg stund með heimilisfólki í Sóltúnsgarðinum. Sóknarprestur Laugarneskirkju sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Jón Jóhannsson djákni Sóltúns leiddu stundina og lögðu út frá kvenréttindabaráttunni í framsögum sínum. Með þeim var Arngerður María Árnasóttir tónlistarstjóri. Þá var sungið saman og notið sólar. Kærar þakkir fyrir góða heimsókn.


til baka

Myndir með frétt