Sóltúnsgengið 13. júní

13.06.2015 14:51

Sóltúnsgengið undir forystu Ólafar Árnadóttur hitti sannarlega á góðan útivistardag laugardaginn 13. júní. Íbúar fóru í góðan göngutúr með ættingjum sínum og komu síðan saman á Kaffi Sól, þar sem bakaðar voru vöfflur sem bornar voru fram með sultu og þeyttum rjóma. Bakað var alls úr 9 lögunum. Ragnheiður Haraldsdóttir harmonikkuleikari spilaði undir söng.

til baka