Heilsueflingarleikar starfsfólks

30.05.2015 14:41

Verðlaunaafhendingar voru fyrir hinar ýmsu keppnir sem hafa verið í gangi innanhúss þann 28. maí : Lífshlaupið: Fyrst var greint frá úrslitum í Lífshlaupinu þar sem keppt var um farandbikara fyrir flestar mínútur og flesta daga. Alls tóku 39 starfsmenn þátt að þessu sinni en það er minnsta þátttaka frá byrjun. Hópurinn hreyfði sig í 446 daga eða hver og einn starfsmaður hreyfði sig í 11. 4 daga að meðaltali. Alls hreyfði hópurinn sig í 28.252 mín eða að meðaltali 724,4 mín á mann eða um 30 mín pr dag eins og ráðleggingar segja til um. Í 3. sæti í flestum dögum urðu Sykurpúðarnir , í 2. sæti Kjallaraskvísur og í 1. sæti með 183 daga eða 14,8 daga pr mann eru Krúttin á 1. hæð. Í 3. sæti í flestum mínútum urðu Sólgarpar , í 2. sæti Kjallaraskvísur og í 1. sæti með 12. 505 mínútur eða 961,92 mín pr mann eru Krúttin á 1. hæð þannig að Krúttin eru tvöfaldir sigurvegarar í ár. Boccia mótið: Þann 10. mars var keppt í Boccía og voru fjögur lið skráð í keppnina að þessu sinni. Í fyrstu umferð kepptu lið 1. hæðar og 2. hæðar en þeim leik lauk með 6/1 sigri 2. hæðar. Í annarri umferð kepptu lið 3. hæðar og stoðdeildar, þeim leik lauk með jafntefli og þurfti því bráðabana til að fá vinningshafa. Í bráðbananum vann stoðdeildin með 2/0. Til úrslita kepptu því lið Stoðdeildar og 2. hæðar. Leiknum lauk með stórsigri Stoðdeildar 7/0 en það má með sanni segja að þær Ingunn, Erla og Þórdís hafi unnið leikinn með glæstri niðurstöðu enda eru þær stöllur Erla og Ingunn að æfa boccia. Púttmótið: Síðan var púttmótið og mættu 6 lið til leiks. Fjögur úr stoðdeild og eitt frá 1. hæð og eitt frá 3. hæð. Fimm brautir voru spilaðar og gátu keppendur æft sig fyrir mótið. Í 2. -3 sæti að þessu sinni voru tvö lið annarsvegar „húsumsjón“ og hins vegar „stoðdeild aðal“ sem voru hnífjöfn á 27 höggum samtals. Í 1. sæti með á 26 höggum voru eldhússtelpurnar þær Lilja, Hjördís og Kalla Hjólað í vinnuna: Í 2. sæti var Anna Birna Jensdóttir með 70.2 km og í 1. sæti með 73 km Þórlaug Steingrímsdóttir .

til baka

Myndir með frétt