Vetur kvaddur á Kaffi Sól
Á síðasta degi vetrarins var Kaffi Sól opið því við vildum kveðja þennan vindasama og kalda vetur og bjóða sumarið velkomið hér í Sóltúni. Við dúkuðum borðin með fallegum hvítum dúkum og breyttum uppröðun á salnum svo pláss væri fyrir sem flesta. Mikil alúð er lögð við að gera allt sem huggulegast og skapa skemmtilega kaffihúsaumgjörð. Kaffihúsin okkar hafa verið mjög vel sótt og gaman að sjá hve íbúarnir njóta þess að koma og brjóta upp hversdaginn. Öll tilbreyting er vel þegin og gestir íbúanna fjölmenntu til að gleðjast með sínu fólki. Að þessu sinni bauð eldhúsið uppá snittur með reyktum laxi og roast beefi , síðan var boðið uppá súkkulaðikökubita með rjómatoppi og jarðaberi, kókoskökur, makkarónukökur , vatnsdeigsbollur og konfekt. Einsog endranær var vel tekið á veitingunum og þóttu veitingarnar fallegar fyrir augað og bragðið eftir því. Boðið er til sölu léttvín og bjór þegar kaffihúsið er opið. Starfsfólk eldhúss þakkar fyrir veturinn og bjóðum langþráð sumar velkomið og óskum öllum gleðilegs sumar.
til baka