Úrslit í Boccía móti heilsueflingarmánaðar
Þann 10. mars var keppt í Boccía og voru fjögur lið skráð í keppnina að þessu sinni. Í fyrstu umferð kepptu lið 1. Hæðar og 2. Hæðar en þeim leik lauk með 6/1 sigri 2. Hæðar. Í annarri umferð kepptu lið 3. Hæðar og stoðdeildar þeim leik lauk með jafntefli og þurfti því bráðabana til að fá vinningshafa. Í bráðbananum vann stoðdeildin með 2/0. Til úrslita kepptu því lið Stoðdeildar og 2. Hæðar. Leiknum lauk með stórsigri Stoðdeildar 7/0 en það má með sanni segja að þær Ingunn, Erla og Þórdís hafi unnið leikinn með glæstri niðurstöðu enda eru þær stöllur Erla og Ingunn að æfa boccia.
til baka