Úrslit í Boccía móti heilsueflingarmánaðar

26.03.2015 10:23

Þann 10. mars var keppt í Boccía og voru fjögur lið skráð í keppnina að þessu sinni. Í fyrstu umferð kepptu lið 1. Hæðar og 2. Hæðar en þeim leik lauk með 6/1 sigri 2. Hæðar. Í annarri umferð kepptu lið 3. Hæðar og stoðdeildar þeim leik lauk með jafntefli og þurfti því bráðabana til að fá vinningshafa. Í bráðbananum vann stoðdeildin með 2/0. Til úrslita kepptu því lið Stoðdeildar og 2. Hæðar. Leiknum lauk með stórsigri Stoðdeildar 7/0 en það má með sanni segja að þær Ingunn, Erla og Þórdís hafi unnið leikinn með glæstri niðurstöðu enda eru þær stöllur Erla og Ingunn að æfa boccia.

til baka

Myndir með frétt