Ellen og Eyþór heilluðu fólk á vorfagnaðnum

24.03.2015 19:57

Síðastliðið fimmtudagskvöld nutu íbúar, gestir þeirra og starfsfólk hátíðarkvöldverðar frá Sóltúnseldhúsinu á árlegum vorfagnaði. Starfsfólk lagði sig fram við að leggja fallega á borð og fólk klæddist sínu fínasta pússi. Í forrétt var nýstárlegt rækjutvist. Aðalrétturinn samanstóð af steiktum andabringum með rótargrænmetismauki, steiktu brokk- og blómkáli, kryddsósu og vorsalati með perum og pekanhnetum. Chocolate crunchy kaka með rjómatoppi og hindberjasósu var síðan í eftirrétt. Maturinn hlaut mjög góða dóma og það var satt og sælt fólk sem hélt á tónleika í samkomusalinn eftir kvöldverðinn. Frábærir listamenn hjónin Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson píanóleikari heilluðu áheyrendur með söng sínum og píanóleik og yndislegri framkomu. Við þökkum kærlega fyrir góða skemmtun.

til baka

Myndir með frétt