Tónleikaferð á Kjarvalsstaði

25.02.2015 14:12

Síðasti dagur Góu kallast Góuþræll, hann bar upp á mánudaginn 23.febrúar í ár. Þá sóttu 5 íbúar Sóltúns, 1 aðstandandi og 2 starfsmenn tónleika á Kjarvalsstöðum í tónleikaröðinni Töframáttur tónlistar. Í þetta sinn hljómuðu saman selló og harpa þar sem Gunnar Kvaran og Elísabet Waage léku hugljúf lög eins og Svaninn eftir Saint-Saëns og Nótt Árna Thorsteinssonar en einnig menúett, spænskan dans, elddans og tarantellu svo að eitthvað sé nefnt. Að venju sögðu flytjendur frá efnisskránni. Við sem fengum tækifæri til að fara á Kjarvalsstaði erum flytjendum og stjórnendum tónleikanna mjög þakklát.

til baka