Árleg viðhorfskönnun

19.01.2015 13:57

Árleg viðhorfskönnun fer nú fram meðal meðal íbúa og ættingja þeirra. Íbúar fá prentað eintak af könnuninni og ættingjar ef þeir vilja. Möguleiki er á að svara rafrænt á heimasíðu Sóltún og hefur slóðin verið send til ættingja sem eru á tölvupóstlista. Í Sóltúni fer fram stöðugt umbótastarf. Reynsla og skoðun íbúa og ættingja þeirra skiptir okkur máli. Niðurstöðurnar eru notaðar til að greina hvað má betur fara og hvar við stöndum okkur vel og hvort okkur hafi farið fram eða aftur í einhverjum þáttum milli tímabila.

til baka