Sérfræðingur í sérgreininni öldrunarhjúkrun
Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunarstjóri á 2. hæð Sóltúns hefur hlotið heimild landlæknis til að kalla sig sérfræðing í sérgreininni öldrunarhjúkrun. Júlíana Sigurveig lauk hjúkrunarprófi frá Russel Saga College, Troy, New York 1985, rekstrar- og viðskiptafræðinámi frá Endurmenntunardeild Háskóla íslands 1995 og meistaraprófi í öldrunarhjúkrun við Háskóla Íslands 2005. Júlíana Sigurveig hefur unnið af eflingu þekkingar í þágu aldraðra með rannsóknum og komið niðurstöðum þeirra á framfæri í fagtímaritum og með kennslu og fyrirlestrarhaldi. Sóltún hefur átt því láni að fagna að hafa Júlíönu Sigurveigu í starfi hjúkrunarstjóra frá því fyrir opnun heimilisins 2002. Við óskum henni innilega til hamingju með viðurkenninguna.
til baka