Vel heppnuð jólahlaðborð
Þann 2., 3. og 4. desember voru haldin jólahlaðborð fyrir íbúa Sóltúns og ættingja þeirra í samkomusal. Íbúarnir 92 fengu 76 gesti til sín á hátíðirnar auk starfsfólks. Þetta voru sannkallaðar gleði- og hátíðarstundir. Á matseðlinum var forréttardiskur með jólasíld með eggi, reyktur- og grafinn lax með sinnepssósu, aspas og brauð. Í aðalrétti var volg heimabökuð lifrarkæfa með steiktum sveppum, beikoni og rauðbeðum og hamborgarahryggur með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, brokkáliblöndu, rifsgele og sósu. Eftirréttur var karamellumousse desert með rjómatoppi og kaffi. Boðið er upp á maltöl, appelsín og pilsner og barinn var opinn. Á jólahlaðborði íbúa á 3. hæð flutti Jón Jóhannsson djákni hugvekju og Valgerður Bjarnadóttir spilaði á píanó og söng ásamt Marinellu Arnórsdóttur. Á jólahlaðborði íbúa á 2. hæð flutti Jón Jóhannsson djákni hugvekju og Stefán Helgi Stefánsson söngvari skemmti. Á jólahlaðborði íbúa á 1. hæð fluttir Sr. Sigurður Jónsson hugvekju og Tinna Sigurðardóttir söng jólalög við píanó undirleik Guðrúnar Salómonsdóttir. Kærar þakkir til allra sem tóku þátt og lögðu að mörkum.
til baka