Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga

26.11.2014 09:23

Góð mæting var á jólafund fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga sem haldinn var í Sóltúni 25. nóvember. Kristín Steingrímsdóttir frá TM software fjallaði um Sögu - rafræna sjúkraskrá og Anna Birna Jensdóttir sagði frá gæðastöðlum Sóltúns um skráningu hjúkrunar og reynslu af notkun rafrænnar sjúkraskrá síðastliðin 13 ár. Sóltún var fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi til að taka í notkun rafræna sjúkraskrá árið 2002.

til baka

Myndir með frétt