Luktarhátíð á Marteinsmessu

12.11.2014 08:44

Þann 11. nóvember kom hópur ungra krakka frá Waldorfsskóla sem eru nágrannar okkar hérna í Sóltúni og sungu nokkur lög fyrir utan Sóltún - garðmegin. Gönguna sína og sönginn kölluðu þau Luktarhátíð sem er haldin á Marteinsmessu sem var einmitt 11. nóvember. Kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu morgun heimsókn.

Marteinsmessa er 11. nóvember, á útfarardegi Marteins biskups árið 397 í Tours í Frakklandi. Hann var einn helgustu miðaldadýrlinga hérlendis sem erlendis. Fátt er vitað um helgihald hér þann dag. Sumt bendir þó til að þá hafi verið almennur samkomudagur, ef til vill tengdur úthlutun tíundar til þurfamanna. Ekki er kunnugt um gæsaát hér tengt Marteini eins og tíðkast í Þýskalandi og annarstaðar á Norðurlöndum. Hinsvegar var Marteinsmessa fram á 20. öld víða viðmiðun um það hvenær ætti að taka hrúta á gjöf og fjarlægja þá frá ánum. Var hún á síðari tímum stundum kölluð „hrútamessa" á Vesturlandi.

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson, 1996

til baka

Myndir með frétt