Raggi Bjarna sló í gegn á haustfagnaðnum

22.10.2014 13:19

Ragnar Bjarnason vakti mikla lukka með söng sínum og spjalli á haustfagnaði íbúa og ættingja þeirra þann 16. október. Undirleikari hjá honum var Þorgeir Ástvaldsson. Allar borðstofur heimilisins voru í hátíðarbúningi þegar 180 veislugestir settust að borðum. Skreytt var með bleikum rósum og sérvettum í tilefni að Bleika deginum. Boðið var uppá rækjumousse í smjördeigsskel í forrétt, steikt lambafille að hætti Sóltúnseldhússins með gratineruðum kartöfluturni, steiktu grænmeti, fersku salati og villibráðasósu í aðalrétt. Í eftirrétt var berjatiramisú, kaffi og konfekt. Barinn var opinn á Kaffi Sól og skemmti fólk sér vel.

til baka

Myndir með frétt