Uppskerudagar í Sóltúni
Við nýttum góðviðrisdagana til uppskeru úr matjurtagörðum og búa þá undir vetrarhvíld. Af kartöflum ræktuðum við aðallega rauðar íslenskar, þær eru vinsælastar samkvæmt mati heimilismanna. Grösin gáfu mismikla uppskeru, ýmist margar stórar undir sama grasi eða fáar smáar, mögulega skipti staðsetning grasanna máli. Uppskeran gaf í 2 málíðir fyrir heimilisfólk og starfsfólk Sóltúns. Einnig erum við að gera tilraunir með ræktun á Blálandsdrottningu og Möndlukartöflum, en sú uppskera verður geymd sem útsæði. Gulræturnar brugðust okkur þetta árið þrátt fyrir að sáð var í tvígang og næg var vætan. Við áttum í töluverðu stríði við snigla sem herjuðu á garðana og átu allt sem fyrir varð. Vetrarklúbbar munu hafa tök á að reifa gróðurmálin og finna betri lausn fyrir næsta sumar.
til baka