Fjölmennt í pönnukökum á Kaffi Sól

08.10.2014 10:31

Kaffi Sól bauð uppá nýbakaðar pönnukökur með kaffinu s.l. föstudag. Það féll í það góðan jarðveg að aðsókn varð langt umfram væntingar. Fjöldi ættingja mætti í kaffið með íbúum. Bakaðar voru um 550 pönnukökur þar af 250 rjómapönnukökur og 300 upprúllaðar. Aldrei hefur verið bakað annað eins af pönnukökum hér í Sóltúni. Pönnukökubaksturinn hófst kl. 10 um morguninn og síðasta pönnukakan var bökuð um kl. 15.30. Stúlkurnar í eldhúsinu stóðu sig ótrúlega vel því álagið var mikið, á tímabili var hreinlega beðið eftir pönnukökunum og máttu þær því hafa sig allar við.

til baka

Myndir með frétt