Hátíðarblær í guðþjónustu í Sóltúni
Það var hátíðarblær í guðþjónustu í Sóltúni s.l.föstudag þegar sóknarpresturinn sr. Bjarni Karlsson var kvaddur og arftaka hans sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur fagnað. Að lokinni guðþjónustunni var Bjarna þakkað ánægjulega og gefandi samfylgd og gott samstarf allt frá því að heimilið tók til starfa og Kristínu var fagnað og boðin velkomna til starfa. Þorvaldur Halldórsson annaðist tónlistarflutning á sinn frábæra hátt. Laugarneskirkja bauð síðan íbúum, ættingjum og starfsfólki uppá messukaffi í samkomusalnum.
til baka