Það varð glaumur og gaman

04.07.2014 14:34

Tríóið „Nú verður glaumur og gaman" hélt sína 66 tónleika í Sóltúni þann 30.júní. Á einum mánuði héldu þau alls 66 tónleika til heiðurs heldri borgurum Íslands á hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins. Íbúar, ættingjar og starfsfólk skemmtu sér vel. Tónlistarfólkið þau Tómas Jónsson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Jökull Brynjarsson spiluðu á hin ýmsu hljóðfæri ásamt því að syngja þekkt lög. Þau fengu síðan íbúana til að spila með á hin ýmsu hljóðfæri svo úr varð stórhljómsveit. Kæra þakkir fyrir góða heimsókn og eftirtektarvert framtak.

til baka

Myndir með frétt