Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir ráðin hjúkrunarstjóri á 1. hæð Sóltúns

03.07.2014 11:18

Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á 1. hæð Sóltúns. Hún mun jafnframt bera ábyrgð á mannauðsmálum hjúkrunarheimilisins. Hún hefur störf 1. október næstkomandi. Umsækjendur um starfið voru 7. Anna Guðbjörg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1997. Hún lauk meistaraprófi í lýðheilsufræði (Master of Public Health) frá Háskólanum í Reykjavík 2008, þar sem hún sérhæfði sig í mannauðsmálum í lokaverkefni sínu. Anna Guðbjörg hefur jafnframt góða reynslu úr öldrunarþjónustunni þar sem hún hefur starfað sem deildarstjóri á hjúkrunarheimili síðastliðin 5 ár. Vellíðan íbúa Sóltúns er meginverkefnið og að vera aðlaðandi vinnustaður er eitt af undirstöðum þess að það markmið náist. Þekking og reynsla Önnu Guðbjargar mun nýtast vel við það mikilvæga verkefni.

til baka