Guðrún Björg Guðmundsdóttir vann farandbikarinn í golfmóti Sóltúns

02.07.2014 13:27

Árlegt golfmót starfsmannafélagsins STALDAR var haldið á golfvelli GR Korpunni þann 26. júní síðastliðinn í allskonar veðri. Í upphafi móts var hressilegur vindur og rigning sem hægði á sér þegar leið á en í lokin byrjaði aftur að rigna og vindurinn jókst til muna. Það voru því veðurbarðir golfarar sem settust inn á kaffistofuna, sáttir og sælir að hafa lokið 18 holum. Mótsfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf. Í ár voru alls 11 manns sem spiluðu um starfsmannabikarinn, gullsleginn farandbikar og verðlaun sem birgjar Sóltúns gáfu. Við þökkum öllum þeim birgjum sem styrktu okkur með margvíslegum gjöfum. Í ár var keppni skemmtileg einsog endranær en í 1.sæti var Guðrún Björg Guðmundsdóttir, í 2.sæti var Guðný Jónsdóttir og í 3. sæti var Gísli Sváfnisson. Guðrún Björg Guðmundsdóttir var með hæsta skor starfsmanns og vann farandbikar Sóltúns í annað sinn. Nándarverðlaun voru veitt fyrir högg næst holu á par 3 brautum og voru þau Anna Birna Jensdóttir, Sigríður Óladóttir, Guðný Jónsdóttir og Gísli Sváfnisson næst holu. Að lokum voru dregin út skorkort. Allir fóru sáttir heim þó svo skorið hefði mátt vera örlítið betra.

til baka