Ferð suður með sjó á málverkasýningu

01.07.2014 11:46

Við nýttum hlýviðrið á dögunum og fórum á Sóltúnsbílnum á málverkasýningu Karólínar Lárusdóttur í Duushúsi, Keflavík. Sýningin er nefnd Dæmisögur úr sumarlandinu og inniheldur yfir 20 stór olíumálverk í glöðum litum. Við gáfum okkur góðan tíma til að njóta málverkanna og toppuðum svo skynhrifin með góðum kaffisopa við smábátahöfnina.

til baka