Rafmagnsstóll nytsamleg gjöf

23.06.2014 14:36

Iðjuþjálfar og aðstoðarfólk starfandi við endurhæfingu á LHS Grensásdeild komu færandi hendi á dögunum og gáfu Sóltúni nettan rafmagnsstól af gerðinni Pride Go Chair. Stóllinn er aðallega hugsaður til notkunar innan dyra og í garðinn umhverfis húsið. Gjöfin kemur sér einkar vel nú þegar Sjúkratryggingar Íslands hafna öllum beiðnum íbúa á hjúkrunarheimilum um rafdrifna hjólastóla.

til baka