Fyrsta rabarbarauppskera sumarsins

23.06.2014 14:39

Fyrsta rabarbarauppskera sumarsins var í síðustu viku. Áhugasamir íbúar fjölmenntu til að hreinsa og skera safaríka ilmandi stilkana og pakka síðan í hæfilegar umbúðir fyrir frystinn, en ekki gafst tími fyrir grautar- köku- eða sultugerð í þetta skiptið. Flestir sögðust áður fyrr hafa haft aðgang að rabarbara og var eins og gamall og góður taktur fór í gang þegar menn handléku rauða stilkana sem þeir kölluðu Vínrabarbara.

til baka

Myndir með frétt