Kvennahlaup

10.06.2014 13:35

Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í Sóltúni þann 6. júní í frábæru veðri. Margar konur keyptu bol og fengu verðlaunapening frá Jóni djákna og Guðmundi. Elsti þátttakandinn var Guðrún Straumfjörð sem er 103 ára. Öllum var boðið upp á hressandi drykk að hlaupi loknu. Heiða starfsmaður á 1.hæð kom með gítar og spilaði undir söng fyrir og eftir hlaupið. Karlarnir mættu og fögnuðu konunum og tóku undir í söngnum.

til baka

Myndir með frétt