Heilsueflingarfréttir
Í ár héldum við Sóltúnsleikana meðal starfsfólksins í annað sinn, að þessu sinni var keppt í Boccia og pútti. Í Boccianu voru þrjú lið sem kepptu sín á milli. Til úrslita kepptu lið 2. hæðar og lið stoðþjónustu, leikar voru hnífjafnir í lokakasti en liðsmaður 2. hæðar kastaði síðasta bolta með þeim afleiðingum að bolti stoðþjónustu færðist nær hvíta boltanum og því vann stoðþjónusta með aðstoð frá 2. hæð. Mikill keppnisandi var í öllum og lið uppábúin og íbúar Sóltúns komu og hvöttu sín lið. Í púttmótinu voru fjögur lið sem skráðu sig til leiks. Búinn var til golfvöllur í kaffiteríu og spilaðar voru 4 holur; Völlurinn, Vatnaholan, Víðáttan og Röffið. Par vallarins var 9. Besta skor í keppninni var 7 högg en Hildur iðjuþjálfi sem er alger byrjandi var á þessu frábæra skori. Í hverju liði voru 4 keppendur en skor 3 bestu var valið. Kjallaraskvísur voru í 3. sæti á 34 höggum, í 2. sæti var lið Stoðþjónustu með 30 högg og í 1.sæti var lið 3. hæðar með 29 högg. Verðlaunaafhending var haldinn og vinningshafar fengu allir rós að verðlaun. Sóltún tók þátt í Hjólað í vinnuna og fengu þær Þórdís Hannesdóttir og Hildur Þráinsdóttir verðlaun fyrir flesta km og daga.
til baka