Nemendur í alþjóðlegu námskeiði í hjúkrunarstjórnun heimsóttu Sóltún

23.05.2014 15:38

Nemendur sem sækja alþjóðlegt framhaldsnámskeið í hjúkrunarstjórnun við Hjúkrunarfræðideild komu í kynningu og heimsókn í Sóltún þann 20. maí. Námskeiðið stendur yfir dagana 20. – 23. maí. Þátttakendur í námskeiðinu koma frá University of Minnesota í Bandaríkjunum, Riga Stradins University í Lettlandi, Karlstad University og University of Lund í Svíþjóð og Háskóla Íslands. Námskeiðið fjallar um hjúkrunarstjórnun og nefnist „Leadership in nursing – a global approach“. Þar skoða nemendur meðal annars breytt hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustu, ímynd hjúkrunarfræðinga og frumkvæði í hjúkrun. Kennslan fer fram á háskólasvæðinu en nemendurnir fara jafnframt í smærri hópum og fylgjast með starfi á heilsugæslustöðvum og hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu.

Í Sóltún komu þau Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristaps Cirenis, Guðrún Árný Guðmundsdóttir, Jan-Ake Hansson og Kathryn Koehne.

til baka