Þingkonur frá danska þjóðþinginu heimsóttu Sóltún
Níu danskar þingkonur sem sitja í ,,71-tilsynet” ásamt danska ræðismanninum á Íslandi heimsóttu Sóltún þann 8. maí. Þingnefndin hefur eftirlit með þvingunarinnlögnum geðsjúkra, heilabilaðra og barna á stofnanir í Danmörku. Jafnframt hefur þingnefndin eftirlit með notkun hvers kyns hafta í meðferðarskyni. Erindið var að kynna sér hvernig þessum málum er háttað á Íslandi. Sóltún hafði vakið athygli þeirra fyrir stefnu sína að nota ekki höft eða fjötra.
Að lokinni framsögu Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunarforstjóra um gæðastaðal Sóltúns um varnir gegn notkun fjötra, og árangur gæðastarfsins voru umræður um stöðu þessarra mála á Íslandi, niðurstöður rannsókna um efnið og siðfræðileg álitamál rædd. Hvernig bregðast á við þegar sjúklingar hafna meðferð og/eða aðgerð, og hvernig bregðast á við þegar fólk skortir vitræna getu til að taka ákvarðanir um eigin hag.Heimsóknin var mjög áhugaverð og ættu Íslendingar að taka danska þingið sér til fyrirmyndar og setja á fót sambærilega þingnefnd.
til baka