Efling stéttarfélag gerir nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

19.05.2014 12:27

Skrifað var undir samning þann 8. maí sl. við hjúkrunarheimilin á sambærilegum nótum og við ríkið. Kynningarfundur fyrir starfsfólk Sóltúns sem er í Eflingu verður í samkomusal 20. maí kl. 13:30. Þar verður innihald samningsins kynnt og samhliða því fer fram atkvæðagreiðsla með kjörfundarfyrirkomulagi. Þá hefur kynningarbæklingur verið sendur á alla félagsmenn sem starfa hjá þeim hjúkrunarheimilum og stofnunum sem eru innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir mánudaginn 26. maí kl. 16.00.

til baka