Verkfall sjúkraliða stendur yfir frá kl.8-16 í dag

15.05.2014 08:47

Sjúkraliðar Sóltúns eru félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands. Félagið á í samningaviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem Sóltún er aðili að. Deilan er hjá Ríkissáttasemjara. Í dag verða 48 af 61 starfsmönnun sem eiga skipulagða vakt við störf. Okkur vantar 13 sjúkraliða til vinnu þennan tíma, en þeir eru í verkfalli. Störfum verður forgangsraðað þannig að grunnþjónusta við íbúa gengur fyrir og að öryggi sé tryggt. Þjónustuhraði verður þó annar en íbúar eiga að venjast. Eins og ávallt eru ættingjar velkomnir hér í Sóltúni.

til baka