Verkfall sjúkraliða

12.05.2014 08:15

Sjúkraliðar Sóltúns eru félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands. Félagið á í samningaviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem Sóltún er aðili að. Deilan er hjá Ríkissáttasemjara. Verkfall er skollið á frá kl. 8-16 mánudaginn 12.maí. Það er einnig boðað fimmtudaginn 15. maí, frá kl 8-16, og mánudaginn 19. maí, frá kl 00-24. Fimmtudaginn 22. maí kl 8 hefst allsherjarverkfall sem stendur yfir þar til samið verður. Búast má við að verkfallið hafi áhrif á þjónustuhraða.

til baka