Alþjóðardagur hjúkrunar 12. maí, sem er fæðingardagur Florence Nightingale
12.05.2014 16:00Í tilefni dagsins fengu hjúkrunarfræðingar Sóltúns þær Svandísi Írisi Hálfdánardóttir sérfræðing í líknandi hjúkrunarmeðferð og Dóru Halldórsdóttur deildarstjóra á líknardeild Landspítalans á fræðslufund til að segja frá starfi sínu á líknardeildinni. Farið var yfir klínisk grunngildi í líknarmeðferð og sérhæfða líknarmeðferð hjá einstaklingum með erfið og fjölþætt einkenni og mikilvægi fjölskylduhjúkrunar hjá deyjandi einstaklingum. Góðar umræður sköpuðust um ýmiss praktísk mál í klínisku starfi hjúkrunarfræðinga sem hjúkra deyjandi einstaklingum. Hjúkrunarfræðingar Sóltúns færa framsögukonum kærar þakkir fyrir góðan fund.
til baka