Ökutúrar um fallega borg

08.05.2014 16:08

Nutum veðurblíðunnar sl.miðvikudag, fylltum Sóltúnsbílinn í þrígang af áhugasömum íbúum af öllum hæðum og keyrðum út í vorið. Ekið var meðfram sjónum um Sæbraut á út á Granda, þaðan að Gróttuvita þar sem krían heilsaði okkur og að Bakkatjörn, en þar má sjá 18 ára gamallt álftapar undirbúa komu unga. Hún liggur á úti í Hólmanum en hann flýtur um eins og varðmaður. Þaðan var ekið að Nesvegi, eftir Ægissíðu, Suðurgötu, um Hringbraut/Miklubraut og heim í Sóltún. Mjög gott skyggni var vestur á Snæfellsnes og suður á Reykjanesið. Íbúar höfðu orð á því hvað við byggjum í fallegri borg og fögnuðu vorkomunni og græna litnum sem allsstaðar sprettur fram þessa dagana.

til baka