Sóltún tekur þátt í fyrirmyndardeginum

04.04.2014 09:20

Fyrirmyndardagurinn er dagur þar sem fyrirtæki bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Fyrirmyndardagurinn er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi í dag. Þátttakendur dagsins í ár eru atvinnuleitendur með skerta starfsgetu sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun og fyrirtæki sem eru nú þegar í samvinnu við Atvinnu með stuðningi/Vinnumálastofnun auk fyrirtækja sem eru aðilar innan Festu-samfélagsábyrgð fyrirtækja. Stefnt er að því að Fyrirmyndardagurinn verði haldinn á landsvísu til þess að allir sem áhuga hafa á að taka þátt fái tækifæri til þess, bæði atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og atvinnurekendur. Ávinningur dagsins er sá að atvinnuleitendur fá tækifæri til að kynna sér margvísleg störf innan ólíkra fyrirtækja og kynna sig sem atvinnuleitendur. Þátttökufyrirtækin fá tækifæri til þess að kynna störf innan sinna fyrirtækja fyrir atvinnuleitendum.

til baka