Skemmtilegur dagur

04.04.2014 17:00

Að tilefni fyrirmyndardagsins fengum við gest hingað frá Vinnumálastofnun, það var hún Jóhanna Þórkatla Eiríksdóttir sem heimsótti okkur og fékk hún að kynnast starfseminni hér í Sóltúni . Hún fylgdist með og tók þátt í leikfimi í sjúkraþjálfun og einnig tók hún þátt í iðjuþjálfun. Að lokum aðstoðaði hún við hreingerningar í húsinu. Það var bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að fá að kynnast Þórkötlu og þökkum við henni kærlega fyrir komuna til okkar.

til baka