Glatt á hjalla á vorfagnaði

31.03.2014 14:10

Það var glatt á hjalla á vorfagnaði Sóltúns þann 27. mars 2014. Fagnaðurinn hófst með hátíðarkvöldverði þar sem borið var fram í forrétt rækjukokteill að hætti hússins. Í aðalrétt var steikt lambafille með steiktum kartöflum (kartöflur/sætar kartöflur), léttsteikt brokkáli/blómkál, vorsalat og púrtvínssósa. Í eftirrétt var súkkulaðimousse carre með jarðaberjum og þeyttum rjóma. 180 manns voru í mat og fær Sóltúns eldhúsið fyrstu einkunn fyrir frammistöðu sína. Á eftir var skemmtun í salnum þar sem Guðmundur Símonarson spilaði á hljómborð og söng. Fólk söng með og dansaði og naut kvöldsins í botn.

til baka