Samráðsfundur með Landspítala

07.02.2014 20:33

Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri sótti fund sem forstjóri Landspítalans boðaði til með forstöðumönnum hjúkrunarheimila og heilsugæslunnar þann 6. febrúar. Aðalumræðuefnið snerist um fráflæðisvanda Landspítala, þar sem aldraðir sem bíða eftir hjúkrunarheimili ílengjast að lokinni meðferð á sjúkrahúsinu. Ljóst var á fundinum að hjúkrunarheimilin eru að gera allt sem er á þeirra færi til að aðstoða aldraða sjúklinga og spítalann, en fjármagn og heimild frá ríkinu skortir til að fjölga úrræðum. Sóltún hefur til dæmis áréttað árlega boð sitt til ríkisins að fjölga hjúkrunarrýmum í Sóltúni umtalsvert, án þess að fá hljómgrunn.

til baka