Vel heppnað íbúaþing

01.02.2014 09:03

Haldnir voru húsfundir á 6 stöðum í Sóltúni 27. janúar. Þar gafst íbúum kostur á að fara yfir helstu mál með stjórnendum Sóltúns, koma með fyrirspurnir, tillögur og athugasemdir. Vel var mætt á húsfundina og umræður góðar. Almenn ánæga var með þjónustuna og aðbúnað, rætt var um ýmis praktísk atriði sem farin eru í vinnslu. Á miðvikudeginum 29. janúar var síðan haldið íbúaþing í samkomusal. Yfir 50 manns sóttur þingið í salnum og allmargir fylgdust með útsendingu í sjónvörpum. Þar fór Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri yfir reksturinn, þjónustuna og mannauðsmálin. Ennfremur tók hún fyrir þau mál og fyrirspurnir sem fram höfðu komið á húsfundundunum. Þetta var 12. íbúaþingið í Sóltúni og hefur það alltaf reynst til gagns og verið farsæl leið til að stilla saman strengi.

til baka