Veggspjaldasýning á árangri gæðaumbótaverkefna Sóltúns
Á íbúaþingi 29. janúar var opnuð ,,Veggspjaldasýning á árangri gæðaumbótaverkefna Sóltúns" í samkomusalnum. Verkefnin fjalla um næringu og fæði, forvarnir gegn þunglyndi og kvíða, forvarnir gegn byltum, varnir gegn hvers kyns höftum, sáravarnir og verkjameðferð. Allt mjög mikilvægir þættir að sinnt sé sem best verður á kosið fyrir íbúa Sóltúns. Íbúum, ættingjum og starfsfólki gefst kostur á að skoða niðurstöðurnar og kunna sér hvernig verkefnin voru unnin, en notast var við aþjóðlegar viðurkenndar aðferðir gæðastjórnunar. Sýningin verður opin til 12.febrúar.
til baka