Töframáttur tónlistar undir stjórn Gunnars Kvaran og Hildar Jóhannesdóttur
28.01.2014 10:20Í vetur hefur íbúum Sóltúns staðið til boða að fara á tónleika að Kjarvalstöðum. Í gær naut hópur frá Sóltúni þess að hlusta á Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara flytja undurfallega píanótónlist auk þess sem hann útskýrði svo frábærlega tónverkin og kynnti höfunda þeirra. Næsta ferð er fyrirhuguð þann 3.mars en þá lýkur tónleikaröð þessa vetrar. Frábært að svona flott tækifæri séu í boði. Kærar þakkir.
til baka