Fjötrar ekki notaðir í Sóltúni
27.01.2014 16:19Sérstakt gæðateymi til varnar hvers konar fjötranotkun var sett á fót í Sóltúni árið 2004. Sóltún starfar eftir gæðastaðli um varnir gegn fjötrum og hvers kyns höftum og hefur gefið út leiðbeiningar til íbúa og ættingja sem hefur að geyma upplýsingar um forvarnir og upplýst samþykki um notkun öryggisútbúnaðar. Athugun gæðateymis á 2.515 RAI-mötum þar sem skoðað var hvort vísbendingar um að 5-10% íbúa væru fjötraðir eða notuðu öryggisútbúnað á árunum 2004-2012, reyndist í öllum tilvikum vera um notkun á öryggisútbúnaði að ræða. Öryggisútbúnaðurinn var fyrst og fremst öryggisbelti í hjólastól, og upplýst samþykki hefur legið til grundvallar.
Gæðateymi Sóltúns kynnti niðurstöður sínar á ráðstefnunni Hjúkrun 2013 síðastliðið haust.
Gæðastaðall um varnir gegn fjötrum/höftum - niðurstöður
til baka