Þorrablótið vel heppnað
Fólk skemmti sér vel á þorrablóti Sóltúns í gærkveldi. Dýrindis þorramatur var borin fram á trogum, og harðfiskur, öl, hákarl og brennivín boðin með. Á eftir var skemmtun í salnum. Ólafur B. Ólafsson tók á móti fólki í sal með harmonikkuleik. Síðan söng Marta Friðriksdóttir nokkur lög við undirleik Ólafs. Heillaði hún áhorfendur með sinni fögru söngrödd og skemmtilegri framkomu. Amma hennar og nafna býr í Sóltúni. Anna Birna Jensdóttir flutti minni karla og Ómar Össurason minni kvenna. Fólk naut þess síðan að syngja saman fram eftir kveldi. Blótstjóri var Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir.
til baka