Þorrablótið vel heppnað

24.01.2014 09:55

Fólk skemmti sér vel á þorrablóti Sóltúns í gærkveldi. Dýrindis þorramatur var borin fram á trogum, og harðfiskur, öl, hákarl og brennivín boðin með. Á eftir var skemmtun í salnum. Ólafur B. Ólafsson tók á móti fólki í sal með harmonikkuleik. Síðan söng Marta Friðriksdóttir nokkur lög við undirleik Ólafs. Heillaði hún áhorfendur með sinni fögru söngrödd og skemmtilegri framkomu. Amma hennar og nafna býr í Sóltúni. Anna Birna Jensdóttir flutti minni karla og Ómar Össurason minni kvenna. Fólk naut þess síðan að syngja saman fram eftir kveldi. Blótstjóri var Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir.

til baka

Myndir með frétt