Tekist á við þunglyndi og kvíða

17.01.2014 08:40

Sett var á fót gæðateymi 2006 til að draga úr þunglyndi og kvíða og stuðla að aukinni velíðan og lífsgæðum. Gæðateymið hefur sett fram gæðastaðal um þunglyndi og kvíðameðferðir. Ársfjórðungslega er farið yfir niðurstöður RAI-mælinga og skoðuð nánar þau atvik sem upp hafa komið. Teymið fer yfir samspil heilsufars, lyfjagjafar, notkunar hjálpartækja , virkni og umhverfi, auk þess að veita ráðgjöf og stuðning ef með þarf. Sóltún kynnti niðurstöður af gæðaumbótastarfi sínu á ráðstefnunni Hjúkrun 2013 s.l.haust. Árið 2010 birtu hjúkrunarfræðingar Sóltúns grein í Tímariti hjúkrunarfræðinga 2. tbl. um árangur og bar greinin heitið ,,Útivera eykur vellíðan íbúa".

Gæðastaðall Sóltúns um þunglyndi og kvíða, niðurstöður 

 Útivera eykur vellíðan íbúa á hjúkrunarheimili (greinin)

til baka