Heimsókn frá Tónlistarskóla Seltjarnarness

16.12.2013 14:45

Fólk steymdi að af öllum hæðum og eftirvæntingin sveif yfir vötnum. Enn á ný fengum við í Sóltúni að njóta yndislegrar heimsóknar og fallegra tónleika. Enn á ný fengum við að upplifa vináttu og tryggð nemenda og kennara Tónlistarskóla Seltjarnarness með skólastjórann Gylfa Gunnarsson í fylkingarbrjósti. Bæði hljóðfæraleikur og söngur var heillandi og bar nemendum og kennurum fagurt vitni um brennandi áhuga, hæfileika, gleði og traust í samstarfi og vandað skólastarf. Einlægar þakkir fyrir ljúfa og hátíðlega stund.

til baka

Myndir með frétt