Aðventan sungin inní hjörtu áheyrenda

28.11.2013 10:34

Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur heimsóttu Sóltún í gær og sungu skemmtileg og falleg lög með jólaívafi. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og Vilberg Viggósson lék á píanó. Sönghópurinn (um 50 konur) geisluðu af orku og gleði og sungu aðventuna inn í hjörtu viðstaddra.

null

til baka