Sóltúnsgengið gönguhópur íbúa og aðstandenda þeirra

24.10.2013 10:40

Göngugarpar hittast á sunnudögum í anddyri Sóltúns kl. 14.00 og ákveða lengd og umfang göngunnar hverju sinni. Markmiðið með samkomunni er að tengjast, eiga góða stund og síðast en ekki síst að innbyrða eins mikið súrefni og lungun leyfa. Gönguleiðir eru fjölmargar og breytilegar, allt frá því að vera stutt ganga hringinn í kringum húsið yfir í það að ganga upp á Laugaveg eða niður í Borgartún á kaffihús – eða jafnvel enn lengri leiðir fyrir þá sem treysta sér til þess.

nullGangan endar í samkomusalnum á fyrstu hæð Sóltúns í góðu kaffi, vöfflum með rjóma og notalegu spjalli. Mætum sem flest næsta sunnudag og njótum samverunnar.Nánari upplýsingar veitir Ólöf Árnadóttir dóttir Ólafar Guðnýjar á 3ju hæðí síma 587 3999.

til baka